Ró & Reiki - Sólveig

RÓ & REIKI

SLÖKUNARNÁMSKEIÐ MEÐ SÓLVEIGU

Upplifðu ró í líkama og sál

Ró & Reiki með Sólveigu er námskeið sem hjálpar þér að losa um streitu og endurnærast á meðan þú liggur í yoga nidra djúpslökun. Á meðan þú liggur gefst þér kostur á að þiggja reiki heilun og auka áhrif slökunarinnar. Á námskeiðinu nærir þú líkama og sál, hlúir að andardrættinum og kyrrar hugann.

Kostir Yoga Nidra eru vel þekktir og viðurkenndir. Nidra hentar vel þeim sem eiga í erfiðleikum með ofhugsanir, svefnörðuleika, hafa lent í kulnun eða glíma við kvíða eða þunglyndi. Kostir Yoga nidra eru bætt vellíðan, betri svefn, meiri jákvæðni og einbeiting, minnkuð streita og meira tilfinningalegt jafnvægi í amstri daglegs lífs. Ef þú hefur áhuga á hugleiðslu en ekki gengið vel að byrja að hugleiða, þá er þetta góð leið að til að komast inn í rétta hugarástandið.


Reiki heilun er aldagömul japönsk heilunaraðferð. Reiki hjálpar taugakerfinu að róast og minnkar kvíða og stress. Reiki er einnig talið efla ónæmiskerfið og hjálpa til við að bættaa svefn og veita slökun og innri ró.


Ró & Reiki byrjar mánudaginn 13. maí og verður í sex skipti á mánudögum og fimmtdögum frá kl. 17:00 - 18:00. Þettta námskeið hjálpar þér að ná jafnvægi á andlegri og líkamlegri líðan, ásamt því að auka jákvæðni og ró í hversdagsleikanum. 


Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.


FYRIR HVERJA:

Alla sem vilja öðlast meiri ró og kyrrð og upplifa reiki heilun.

HVENÆR:

13. til 30. maí 2024


TÍMI:

mánudögum og fimmtudögum

kl. 17:00 - 18:00

VERÐ:

23.900 kr


Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu. Innifalið í námskeiðsgjaldi er ótakmarkaður aðgangur í opna tíma í stundarskrá á meðan á því stendur. Allar fyrirspurnir eru velkomnar á  namskeid@yogashala.is. 

Sólveig er nidra, yin, hatha og krakka jógakennari. Sólveig er með réttindi í tónheilun og orkumeðferð, ásamt því að vera reiki heilari. Sólveig er yogakennari hjá Yoga Shala og hefur haldið fjölda námskeiða og viðburða, sem og verið með yin yoga kennaranám.


Skráning á námskeiðið
Share by: