Yin Yoga kennaranám

FULLBÓKAÐ

YIN YOGA KENNARANÁM MEÐ SALVÖRU


Salvör Davíðsdóttir í samstarfi við Yoga Shala Reykjavík, býður upp á 50 klukkustunda Yin Yoga kennaranám sem hefst 24. febrúar 2024. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance.


Yin Yoga er iðkun sem býður upp á meðvitund, hlustun, nærgætni, alúð og eftirtekt af og á dýnunni. Í yin yoga erum við að hægja á, húa að og hlusta betur á bæði huga, líkama og sál. Þessi iðkun býður upp á dýpri sjálfsskoðun og sjálfsþekkingu, aukin tól til þess að hlúa að heilsunni, taugakerfinu og huganum á tímum sem við þurfum á þeim að halda. 



Afhverju Yin Yoga?

Í Yin Yoga er líkamsstöðunum haldið í lengri tíma svo hægt sé að ná til bandvefsins, styrkja hann og styðja. Bandvefurinn er seigur vefur sem bindur saman, styður og verndar líkamann allan í heild sinni. Hann er ein helsta undirstaða hreyfifærni líkamans. Bandvefurinn á það til að geyma og halda í einstaka spennu, streitu, bólgur og verki sem koma jafnvel frá gömlum sárum, áföllum og lífsreynslu.


Í öllum Yin Yoga stöðum fer bandvefurinn að gefa eftir, liðamót liðkast og skiljast að. Þar með eykst blóðflæðið um allan líkamann, flæði nýrrar orku, nýrra hugsana og tilfinninga eykst. Með reglulegri iðkun eykst tengingin og næmnin við líkamann og hans þarfir.


Í náminu öðlastu þau verkfæri sem þarf til að vera vottaður Yin Yoga kennari. Þú færð persónulega endurgjöf og einstakan stuðning í gegnum þetta ferðalag. Í náminu munt þú læra kenningarnar á bak við Yin Yoga og praktískar leiðir til að innleiða þær inn í eigin iðkun og hversdagslíf. Að loknu námi munt þú hafa skilning á Yin Yoga og sjálfsöryggi til að leiða aðra á öruggan, meðvitaðan og hjartnæman hátt í gegnum þessa áhrifaríku iðkun.


Sérstakur kynningartími verður í boði mánudaginn 5. febrúar fyrir þá sem eru áhugasamir um námið. Þar færð þú að upplifa áhrif Yin Yoga iðkunar á eigin skinni og færð tækifæri til að spyrja frekar út í námið. Skráning fer fram í gegnum heimasíðuna eða í gegnum Yoga Shala appið.

 

Snemmskráning (early bird) gildir til og með 6. febrúar.  Það er mögulegt að greiða staðfestingargjald og skipta síðan greiðslum.


Skráning í námið

Hvað mun ég læra í náminu?


  • Grundvallaratriði Yin Yoga
  • Hvernig nota á stöðurnar á öruggan hátt
  • Um anatómíuna og líkamann
  • Um orkulíkamann og orkustöðvar líkamans



  • Að leiðrétta Yin Yoga stöður á markvissan hátt
  • Að nota aukahluti
  • Að finna jafnvægið á milli Yin og Yang
  • Að kenna hugleiðslu og öndun



  • Að byggja upp fjölbreytta Yin Yoga tíma með mismunandi valmöguleikum
  • Að búa til umbreytandi tíma og fallegar upplifanir.


Námið sjálft

Frá 24. febrúar hittumst við átta sinnum, laugardaga og sunnudaga og köfum saman djúpt ofan í Yin Yoga. Auk þess verða tveir fyrirlestrar frá gestakennara yfir netið (nákvæm tímasetning tilkynnt síðar). Við útskrift verður þú með tólin sem þarf til þess að skilja hvaða áhrif Yin Yoga hefur á þína persónulegu iðkun auk þess að geta kennt öðrum.


Við upphaf námsins færðu 108 bls. kennslubók í Yin Yoga, skrifaða af Salvöru. Við munum læra um líffærafræði, heimspeki og hugleiðslu frá gestakennara. Vinna heimaverkefni og lokaverkefni, auk þess að iðka Yin Yoga saman. Við útskrift höldum við athöfn hjálpar okkur að festa þekkinguna í huga okkar með ásetningi sem og að þétta hópinn sem fer saman í gegnum námið. Að lokum afhendir Salvör þér 50 klst Yin Yoga kennararéttindi sem eru votuð af Yoga Alliance.


Nánari upplýsingar

  • Við mælum með að tryggja sér pláss því takmarkaður fjöldi getur skráð sig í námið.
  • Gott að koma í þægilegum og hlýlegum fatnaði sem þér líður vel í og á léttum maga.
  • Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum en endilega taktu með þér vatnsbrúsa. 
  • Taktu með þér skriffæri og stílabók.
  • Ef einhverjar spurningar vakna um námið getur þú annað hvort haft samband við Yoga Shala Reykajvík í gegnum netfangið namskeid@yogashala.is eða haft beint samband við Salvöru í gegnum netfangið   salvoryoga@gmail.com 


Skráning í námið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.



FYRIR HVERJA:

Fyrir þá sem dýpka þekkingu sína á Yin Yoga og öðlast réttindi til að kenna. 


HVENÆR:

24. - 25. febrúar

2. - 3. mars

16. - 17. mars

23. - 24. mars



TÍMASETNINGAR

13:00 - 18:00 á laugardögum 

11:00 - 17:00 á sunnudögum


Fullt verð:

199.000 kr


Hægt er að skipta greiðslunni. Fullt verð inniheldur einnig aðgang í alla opna tíma Yoga Shala Reykjavík á meðan á náminu stendur.

Um Salvöru 

Salvör Davíðsdóttir hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yogafræðanna í um 8 ár og unnið í Yoga Shala Reykjavík síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám á fleiri stöðum hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni.


Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur Salvarar áYoga og tilgangi þess, dýpkað. Ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni, með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á virðingu, meðvitund, djúpa hlustun og heilun í allri sinni iðkun. 


Salvör er með tvenn ólík 200 tíma réttindi, 300 tíma réttindi og þrjú 50 tíma réttindi í RYT. Ásamt 150 tíma Yoga kennara réttindi frá Mystery School. Réttindi í; Ananda Marga Yoga, Hatha Yoga, Yin Yoga, Yoga Therapy, Restorative, Pranayama tækni, Yoga Nidra, áfalla heilun, stundar nám við IAYT Yoga Therapy eins og er.

Skráning í námið
Share by: