Yoga flæði II: Aukinn kraftur með Katrínu

Yoga flæði II: Aukinn Kraftur með Katrínu

Námskeið sem miðar að því að auka bæði kraft, styrk og sveigjanleika á sama tíma og þú tengir þig við líkamann og kemst dýpra inn í yogaflæði. 

VILTU AUKA STYRK ÞINN OG KRAFT?

Yoga flæði II - Aukinn Kraftur byggir á grunnstöðunum yoga og kynnir þig fyrir nýjum spennandi stöðum. Þú munt vinna vel með miðjustyrkinn og læra góða tækni. Áhersla verður lögð á að því að þér líði vel á jógadýnunni og getir nálgast æfingarnar af öryggi.


Námskeiðið hentar iðkendum á öllum aldri og er tilvalið fyrir þá sem hafa nú þegar einhvern grunn í yoga eða hafa tekið grunnnámskeið. 


Á námskeiðinu verður farið í núvitundar- og öndunaræfingar, farið dýpra inn í flæðið, það verður spjallað um yoga og lok hvers tíma verður boðið upp á djúpa og góða slökun.


Við vinnum saman með kraftinn þinn og finnum útfærslur af æfingunum sem henta þínum líkama. 


Námskeiðið byrjar þann 20. mars og því lýkur fyrir páska. Það verður samtals í sex skipti, á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19:30-21:00.


Verð 25.900 kr.


Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja fara dýpra inn í jóga iðkun, liðkast og styrkjast andlega og líkamlega og almennt auka kraftinn.


HVENÆR:

20. mars - 5. apríl 2023



TÍMI:

mánudögum og miðvikudögum

kl. 19:30 - 21:00

Verð

25.900 kr.


Innifalið á námskeiðinu er kort í alla opna tíma í stundaskrá Yoga Shala Reykjavík meðan á námskeiðinu stendur.


Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

UM KENNARANN


Katrín er kennari hjá Yoga Shala. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í hreyfingu en fann sig vel í yoga og hefur stundað það í fjölda ára. Katrín útskrifaðist úr Kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur kennt yoga flæði, yoga nidra og ýmsa aðra tíma frá útskrift, auk þess sem hún hefur haldið sex byrjendanámskeið hjá Yoga Shala.



UMSÖGN UM NÁMSKEIÐIÐ


"Mæli eindregið með Katrínu sem kennara. Námskeiðið sem ég fór á hjá henni var frábært í alla staði. Það var skemmtileg stund í byrjun tímans þegar Katrín miðlaði upplýsingum um jóga. Hún útskýrði allt svo vel og fylgdist vel með öllum svo allir fengju sem mest út úr tímanum. Hún hafði þann góða hæfileika að fara ekki of hægt né of hratt fyrir nemendur. Það myndaðist mjög jákvæð og skemmtileg stemning á námskeiðinu og ég myndi hiklaust fara á framhaldsnámskeið ef það yrði í boði. Takk Katrín fyrir að deila reynslu þinni með mér og kenna mér jóga." Margrét J.


Skráning á námskeiðið
Share by: