Yoga flæði með Katrínu

Yoga Flæði með Katrínu

námskeið fyrir byrjendur

Námskeið sem leggur áherslu á að fara vel yfir helstu jógastöðurnar, læra  öndunaræfingar og hugleiðslur, auk þess að fara vel yfir grunninn í yoga flæði. Hentar byrjendum og þeim sem vilja bæta við grunnþekkingu sína í yoga.

VILTU FÁ GÓÐAN GRUNN Í YOGA?

Yoga Flæði með Katrínu Rögnvaldsdóttur miðar að því að tengja þig betur við þinn líkama á sama tíma og þú kynnist jóga. Þú lærir helstu jógastöðurnar, hvernig má tengja þær saman í flæði og hvernig má aðlaga hverja æfingu að þér og þínum líkama, til að þú fáir sem mest út úr iðkuninni.


Námskeiðið hentar iðkendum á öllum aldri og af öllum getustigum. Þú kynnist ýmsum hugtökum sem eru notuð við jógaiðkun, tengist betur andardrættinum, æfir þig í núvitund, eykur styrk og sveigjanleika og kynnist þeirri kyrrð og ró sem jógaiðkun getur fært þér. 


Yoga Flæði með Katrínu hentar því bæði þeim sem eru að stíga á jógadýnuna í fyrsta skipti og þeim hafa áður stundað yoga og vilja rifja upp æfingarnar og fara betur yfir grunninn. 


Á námskeiðinu verður farið í vel í öndun, grunnstöður í jóga, góða tækni og hugleiðslu. Heimspeki jógafræðanna verður kynnt og undir lok hvers tíma verður boðið upp á djúpa og góða slökun. Yoga Flæði gefur góðan grunn fyrir opna jógatíma og gefur þér rými til að liðkast og styrkjast bæði andlega og líkamlega.

 

Námskeiðið byrjar þann 4. mars og verður í sex skipti, á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 20:00-21:30.


Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar: namskeid@yogashala.is

Skráning á námskeiðið

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja kynnast jóga í öruggu rými og liðkast og styrkjast andlega og líkamlega.

Tilvalinn undirbúningur fyrir alla opna jóga tíma.


HVENÆR:

4. - 20. mars


TÍMI:

mánudögum og miðvikudögum

kl. 20:00 - 21:30



Verð:

25.900 kr.


Kort í alla opna tíma í stundaskrá fylgir námskeiðinu. Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt. Mögulegt er að fá að skipta greiðslunni. Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is

UM KENNARANN


Katrín er fastur jógakennari hjá Yoga Shala. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í hreyfingu, hún hefur æft alls konar dans í gegnum ævina og svo hefur hún að sjálfsögðu iðkað mikið jóga. Katrín fann sig vel í jógaiðkun og ákvað að lokum að skrá sig í jógakennaranám. Katrín útskrifaðist úr Kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur kennt yoga flæði, yoga nidra og ýmsa aðra tíma frá útskrift. Hún hefur auk þess haldið nokkur byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og tónlistarviðburði hjá Yoga Shala.


UMSÖGN UM NÁMSKEIÐIÐ


"Mér fannst grunnnámskeiðið með Katrínu mjög gott og gagnlegt. Ég hef stundað yoga um tíma en fannst frábært að fá góða kennslu í öndun og grunnstöðum og að fá yogafræðslu í leiðinni. Mæli hiklaust með námskeiðinu!" Unnur R.


Skráning á námskeiðið
Share by: