Yoga movement therapy - Tómas

DANCE MOVEMENT THERAPY


VINNUSTOFA MEÐ TÓMASI

Dans Movement Therapy er listræn sálfræðimeðferð í gegnum dans, hreyfingu, tjáningu og sköpun. Þessi tegund af þerapíu getur kallað fram jákvæðar breytingar hjá einstaklingnum og stutt við vöxt, þroska og sjálfsvitund.

Með líkamshreyfingum okkar segjum við ákveðna sögu. Hún er samansafn af lífsreynslum okkar, bæði góðum og slæmum. Hvernig okkur líður endurspeglast í líkamstjáningu og í því hvernig við berum okkur í hinum ýmsu aðstæðum. Þessa sögu getum við kosið að endursegja, eða skrifað upp nýtt. Með því að tjá tilfinningar í gegnum hreyfingu og orðalaus samskipti (non verbal communication) er hægt að öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum.

Mögulegt er að heila samband líkama og hugar, sem í raun er eitt og hið sama. Þannig má takast á við leifar áfalla eða hvers kyns erfiðleika sem gengið hafa yfir. Það er þess virði að skoða hugsanlegar takmarkanir á hreyfisviði (kinosphere) líkamans, skilja orsakir þeirra og kanna möguleika á breytingum.

Á þessari vinnustofu mun Tómas Oddur leiða þig í gegnum ýmsar æfingar sem tilheyra þessari aðferð. Unnið verður með hreyfingu og dans (bæði með tónlist og í þögn), einnig með skrifum, myndlist, hugleiðslu og samtali. Vinnustofan fer fram miðvikudagskvöldið 10.janúar kl.20:00 - 22:30, á íslensku og/eða ensku eftir þörfum.

Taktu með þér:
Stílabók og Penna
Vatnsbrúsa
Þæginleg/hreyfanleg föt


Skráning á viðburðinn

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja tengja saman Yoga og Dans í einstöku umhverfi.


HVENÆR:

Miðvikudaginn  10. janúar



TÍMI:

20:00 - 22:30 (2 1/2 klst)

Verð:

7.900 kr.


Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði.  Inneign fæst í YS ef iðkandi hættir við að mæta á viðburðinn með skömmum fyrirvara.


Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is eða tomas@yogashala.is

Tómas Oddur Eriksson frumkvöðull, gleðigjafi, náttúru og tónlistarunandi með bakgrunn úr sviðslistum og BS í mannvistarlandfræði - hefur yfir áratug af reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari. Hann hefur menntað sig á Íslandi, Bretlandi, Indlandi, Sviþjóð og USA. Í gegnum árin hefur hann haldið marga viðburði, fyrirlestra og samkomur sem tengjast hreyfingu eða miða að því að lyfta mannsandanum.

Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði. Hann kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, gefur nudd og fer reglulega í fyrirtækjaheimsóknir með uppbyggjandi hópefli eða fyrirlestra. Tómas tók virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík og er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka, einna vinsælusu námskeiða á Íslandi.

Árið 2014 fór Tómas af stað með Yoga Moves sem eru hressandi yoga, dans og hugleiðsluviðburðir með lifandi tónlist eða DJ. Tómas hefur einstak lag á að kalla fram það besta í fólki og fá það til að sleppa sér í gleði og dansi. Þá hefur hann einnig lokið Sacred Dance kennaranámi hjá Julie Martin sem er form af hugleiðslu á hreyfingu. Um þessar mundir stundar Tómas meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona þar sem hann lærir að vinna með hreyfingu og dans sem meðferðarform fyrir allar tegundir af fólki.


Skráning á viðburðinn
Share by: