Yoga Moves - Tómas

YOGA MOVES

Tómas & DJ Sbeen Around


leiddur jógaflæði tími með dansi í nærveru plötusnúðs

FINNST ÞÉR GAMAN AÐ DANSA?

Velkomin í Yoga Moves! Einstakt og krafmikið yoga dans partý með hugvekju, yogaflæði, trylltum dansi, geggjaðri stemmningu og endurnærandi djúpslökun. Heilnæm upplifun fyrir líkama og sál í fallegu rými með öflugu hljóðkerfi!


Tómas Oddur kemur til Íslands og stendur fyrir þessum viðburði að vanda en hann stundar nú meistaranám í Dance Movement Therapy Barcelona.


Að þessu sinni fáum við SBEEN AROUND til að þeyta skífum en hún hefur verið mjög virk í hústónlistarsenu Reykjavíkur undanfarin ár. Þessi pía er full af lífsþrótti, húmor og persónutöfrum. 


----


Welcome to Yoga Moves, fun & upbeat gathering full of inspiration, yoga, dance, music, good vibes and a deep relaxation. A unique experience in a beautiful space with a high quality sound system! Taught both in Icelandic and English according to needs.


Hosted and guided by founder Tómas Oddur who will be in Iceland during Easter. He is currently studying Dance Movement Therapy in Barcelona.


This time featuring SBEEN AROUND. This girl is full of vitality, humour and charisma and has been actively performing in the Reykjavík house scene for the last years.


Skráning á viðburðinn

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.



FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja tengja saman Yoga og Dans í einstöku umhverfi.


HVENÆR:

Laugardaginn 6. apríl



TÍMI:

20:00 - 22:00

Verð:

6.500 kr.


Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku. Áskrifendur og árskortshafa fá 15% afslátt af almennu verði. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

HVAÐ ER YOGA MOVES?

Yoga Moves er leiddur jógaflæði tími með dansi í nærveru plötusnúðs. Ávalt er byrjað á stuttu innslagi, hugleiðslu og öndun við seyðandi tónlist. Eftir að jógaflæðið hefur náð hámarki er stigið út af mottunni og tekur þá við frjáls dans. Flestir af virtustu danstónlistar plötusnúðum Íslands spila reglulega í Yoga Moves og flæðir takturinn því fagmannlega saman. Tímarnir ganga út á að tengjast líkamanum, sleppa tökunum, hafa gaman endurnærast í allsgáðu ástandi. Yoga Moves var stofnað í febrúar árið 2014 af Tómasi Oddi Eiríkssyni og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Haldnir hafa verið yfir 100 viðburðir víðsvegar um landið og erlendis, t.d á Dansverkstæðinu, Gamla Bíói, Hörpu, Hofi-Akureyri, Verboten klúbb í NYC, Karnivali DJ Margeirs á Menningarnótt og víðar. 



TÓMAS

Tómas Oddur Eriksson yogakennari hefur yfir 10 ára reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari og haldið marga viðburði, fyrirlestra og samkomur sem miða að því að lyfta mannsandanum. Hann leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði. Tómas kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, nuddtíma og fer reglulega í fyrirtækjaheimsóknir með heildrænt hópefli. Tómas tók virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík og er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka ásamt Yoga Moves sem nýlega fagnaði 8 ára starfsafmæli. Tómas hefur einstak lag á að kalla fram það besta í fólki og fá það til að sleppa sér í gleði og dansi. Nú stundar Tómas meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona.



DJ SBEEN AROUND

Sbeen Around, plötusnúður, frá Reykjavík. Hefur spilað á helstu klúbbum og innlendum hátíðum, td. Secret Solstice, frá árinu 2016. Hún hefur haldið úti mánaðarlegu hlaðvarpi frá árinu 2017, MUG Melodies hjá House Salad Music. Gestamix með ýmsum hlaðvarpsveitum, streymt víðsvegar um heiminn. Live gestaframkoma með netútvarpsstöðvum eins og UGS radio & D3ep radio og LIVE myndstreymi með House Nation Music, Volume RVK svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur helst haldið sig við deep house, en færir anga í aðrar gerðir hústónlistar, allt eftir umhverfi, tilefni og annað sem aðlaga sig þarf að við hvert sinn sem hún stillir sér bakvið græjur. Árið 2024 er árið sem hún reynir á að sjóða saman eigin tónlist og hlakkar til að deila því með öðrum.


Skráning á viðburðinn
Share by: