YOGA KENNARANÁM

200 KLST YOGA KENNARANÁM

Kenndu fólki

að iðka Yoga

Yogakennaranám Yoga Shala Reykjavík er grunnnám fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Yoga fræðunum og öðlast kunnáttu til að leiðbeina öðrum við iðkun Yoga.


Námið er 200 klukkustundir, kennt á íslensku og er samþykkt af Yoga Alliance, alþjóðlegum Yoga-kennara samtökum, sem og Jógakennarafélagi Íslands.


Nýtt nám hefst föstudaginn 13. september 2024. Umsókn sendist með tölvupósti. Segðu okkur hvað þú heitir, hvaða fyrri reynslu þú hefur af Yoga og símanúmer og hafðu samband:


namskeid@yogashala.is


Verð ég að vera rosalega "góður" iðkandi í Yoga til að geta tekið þátt?


Nei, alls ekki. Hvað er að vera "góður" iðkandi í Yoga? Þú þarft ekki að geta staðið á haus eða farið í lótus til að komast í námið. Ef þú hefur ástríðu fyrir að læra um líkamann og hugann, að lyfta öðrum upp, sjá fólk blómstra og líða betur þá er þetta nám fyrir þig.  Þú ert í öruggum höndum hjá virklega færum kennurum og undir lok námsins mun það sannarlega koma þér á óvart að finna hvernig þín eigin iðkun hefur dýpkað og breyst. Við mælum hinsvegar með að umsækjendur hafi iðkað yoga reglulega í  a.m.k 6 mánuði áður en námið hefst.


Nemendur fá fjölbreytta þjálfun, með áherslu á "Yoga-flæði" (e. Vinyasa flow). Saman köfum við ofan í allar helstu grunnstöðurnar (e. Asana) sem farið er í í flæði tímum. Þannig munu kennaranemar geta búið til og kennt sína eigin tíma undir lok námsins.


Yoga flæðið bindur þessa aðferðafræði saman og mun reynast traustur grunnur fyrir útskrifaða kennara að byggja upp frá.


Í hnotskurn snýst Yoga flæði um að tengja saman öndun, hreyfingu og líkamsstöður. Í kennaranáminu lærir þú að skapa umhverfi, með margvíslegum jógískum æfingum, þar sem iðkendur geta upplifað flæði.


.

Í 200 klukkutíma Yogakennaranámi Yoga Shala Reykjavík lærum við meðal annars um eftirfarandi ...

  • Öndunaræfingar (e. pranayama)
  • Sólarhyllingar  (e. sun salutations)
  • Orkulásar (e. bandhas)


  • Hugleiðsla
  • Aðstoð í stöðum (e. adjustments)
  • Kyrjun Mantra (e. mantras)


  • Djúpslökun í jógískum svefni (e. Yoga Nidra)
  • Líffærafræði (e. anatomy)
  • ... og margt fleira


Fullkomið nám 

samhliða vinnu

Námið stendur yfir í um 9 mánuði og fer kennsla fram eina helgi í mánuði (sjá tímasetningar hér fyrir neðan) þar sem við hittumst í Yoga Shala Reykjavík. Einnig verða nokkrir tímar á Zoom.


Þegar við hittumst í persónu verðum við saman á föstudagseftirmiðdögum (16-19) laugardögum og sunnudögum frá  kl. 09:00-17:00, með klukkutíma hádegishléi á milli. Zoom hittingar verða á sunnudögum frá 10:00-12:00, 1 x í mánuði.   Nánari upplýsingar um dagsetningar má sjá neðar í appelsínugulum glugga.


Námsefni kennaranámsins er fjölbreytt, umfangsmikið,áhugavert og skemmtilegt. Okkar reynsla er að kennaranemar upplifi námið sem persónulegt ferðalag þar sem jákvæð sjálfsskoðun er höfð að leiðarljósi.


Dagsetningar í náminu 2024 - 2025


13.09.24 (fös) Opnunarathöfn
14.09.24 (lau) í Yoga Shala
15.09.24 (sun) í Yoga Shala


29.09.24 (sun) á Zoom


11.10.24 (fös) Yoga Shala

12.10.24 (lau) í Yoga Shala

13.10.24 (sun) í Yoga Shala
27.10.24 (sun) á Zoom


08.11.24 (fös) Yoga Shala

09.11.24 (lau) Yoga Shala
10.11.24 (sun) Yoga Shala

24.11.24 (sun) á Zoom


06.12.24 (fös) Yoga Shala
07.12.24 (lau) í Yoga Shala
08.12.24 (sun) í Yoga Shala

10.01.25 (fös) Yoga Shala

11.01.25 (lau)  Yoga Shala

12.01.25 (sun) íYoga Shala
26.01.25 (sun) á Zoom


07.02.25 (fös) Yoga Shala

08.02.25 (lau) í Yoga Shala
09.02.25 (sun) í Yoga Shala

23.02.25 (sun) á Zoom


07.03.25 (fös) Yoga Shala
08.03.25 (lau) Í Yoga Shala

09.03.25 (sun) Í Yoga Shala

22.03.25 (sun) á Zoom

04.04.25 (fös) Yoga Shala

05.04.25 (lau) Yoga Shala
06.04.25 (sun) Yoga Shala


02.05.25 (fös) Yoga Shala
03.05.25 (sun) Yoga Shala

04.05.25 (lau) Yoga Shala


16.05.25 (fös) Yoga Shala
17.05.25 (lau) Yoga Shala -
Útskrift!


Kennarar frá

Yoga Shala Reykjavík

Aðalkennarar og umsjónarmenn námsins eru Ingibjörg Stefánsdóttir og Klara Kalkusova auk frábærra gestakennara.


Saman hafa þau margra áratuga reynslu af iðkun og kennslu í Yoga á fjölbreyttu sviði og hafa þau öll mikla ástíðu fyrir því að hjálpa fólki að læra og vinna að því að eflast á sinni persónulegu vegferð.


Þrátt fyrir að námið sé persónuleg vegferð hvers og eins nemanda hefur ávallt myndast jákvæð samheldni innan hópsins, en það er eðli námsins að nánd skapast á milli þeirra sem feta þessa námsleið saman og við hvetjum nemendur til að halda hópinn og hjálpa hvoru öðru á meðan námið stendur yfir.

.

Fríðindi kennaranema: Lærðu með því að iðka

Nemendur í náminu fá aðgang að öllum opnum tímum í stundatöflu Yoga Shala Reykjavík á meðan náminu stendur og eru þeir hvattir til þess að iðka reglulega í eins mörgum tímum og þeir geta. Að auki fá kennaranemar 20% afslátt af völdum námskeiðum sem haldin eru í stöðinni.


Til þess að vera góður kennari þarf kennarinn nefnilega einnig að iðka Yoga sjálf eða sjálfur.


Undir lok námsins fá allir kennaranemar að kenna sinn eigin tíma í stöðinni og geta boðið vinum og vandamönnum að iðka Yoga undir sinni leiðsögn.


Umsóknarferli og verð

Við byrjum ferðalagið föstudaginn 15. september 2023 með opnunarathöfn þar sem allir nemendur hittast í fyrsta skiptið. Námið hefst svo formlega daginn eftir.  Snemmskráning gildir til 1.ágúst og er 495.000 kr. Hægt er að dreifa á þrjár greiðslur.  Fullt verð er 520.000 kr. Umsækjendur eru beðnir um að greiða staðfestingargjald 50.000 kr áður en námið hefst til að tryggja sér pláss.  Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.  Um leið og staðfestingargjald eða námið er greitt opnast aðgangur að tímum í stöðinni. Við hvetjum nemendur til að nýta sér það og byrja að koma í yogatíma til okkar í sumar og hita sig upp fyrir námið.


Umsókn og fyrirspurnir sendist með tölvupósti. Segðu okkur hvað þú heitir, hvaða fyrri reynslu þú hefur af Yoga og símanúmer og sendu inn umsókn á:


namskeid@yogashala.is


.

Share by: